15. Okt

Ölgerðin Vísó!

Birt þann 15. Okt. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Vísó í Ölgerðina!!

Halló halló hæ! Næstkomandi föstudag er þvílík veisla í vændum. Gull, Smirnoff, LoV, VES, Somersby ef að þetta eru uppáhalds orðin þín þá er þessi Vísó eitthvað fyrir þig!

Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Ölgerðin er búin að bjóða okkur í heimsókn til þeirra að Grjóthálsi 7-11

Þessi veisla hefst kl. 18:00! Tilvalið eftir erfiða skólaviku að kíkja við, fá sér drykk og léttar veitingar.

Skráning hefst miðvikudaginn 16. Október á slaginu 12:00. Fyrstur kemur fyrstur fær!

8. Okt

Q-félag Vísó!

Birt þann 8. Okt. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Næsta vísindaferð verður til Q-félag hinsegin stúdenta, sem ætla að fræða okkur um málefni hinsegin fólks. Léttar veitingar verða að sjálfsögðu í boði!. Þetta mun fara fram í húsnæði Samtakanna 78 á Suðurgötu 3, föstudaginn 11. október kl 17:00.

Skráning hefst á miðvikudaginn 9. október á slaginu 12:00!!

1. Okt

Tripical Vísó!

Birt þann 1. Okt. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Þá er komið að næstu vísindaferð!! Ferðaskrifstofan Tripical ætlar að bjóða okkur í heimsókn til sín á Borgartúni 8-10, kl 19:15. Þessi vísó verður ekki af verri endanum! Suðræn Sangría? "Já takk", Tequila? "jamm", Kahoot keppni þar sem einn heppinn vinnur 50.000kr gjafabréf? "Já endilega!"

Við mælum með að fara á Hamborgarafabrikkuna í kvöldmat á föstudaginn, þar sem Tripical náði að redda okkur fríum bjór/léttvín með keyptri máltíð. Pantið borð tímanlega!

Einnig verður Tripical með kynningu á vísindaferð út fyrir landsteina sem þau eru að skipuleggja næsta vor!

Skráning hefst miðvikudaginn 2. október, kl 12:00, 56 sæti í boði!

16. Sept

Fyrsta vísindaferð annarinnar og haustkosningar!!

Birt þann 16. Sept. 2019 - Viktor Orri Eyþórsson

Þá er loksins komið að fyrstu vísó annarinnar!

Við ætlum í heimsókn á auglýsingastofuna Pipar. Þau ætla að kynna starfsemi sína og bjóða uppá léttar veigar í föstu og fljótandi formi.

Við erum með 48 sæti í boði og mæting er kl 17:00, Guðrúnartún 8

En fjörið endar ekki þar, eftir vísó ætlum við að labba yfir til Lebowski Bar og kjósa í nefndir fyrir þetta skólaár, það verður bjórkútur í boði fyrir þyrsta, þannig þetta er kvöld sem þið viljið ekki missa af!!

9. Apr

Síðasta vísindaferð annarinnar og vorkosningar!

Birt þann 9. Apr. 2019 - Elísabet Huld Þorbergsdóttir

Síðasta vísindaferð þessarar annar er engin önnur en til Pipar!

Pipar er auglýsingastofa sem ætla að kynna fyrir okkur starfsemi sína og bjóða uppá ljúffengar veigar! Síðast var sjúúúklega gaman, svo ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara!

Það er pláss fyrir 28 manns og hefst ferðin klukkan 17:00 í Guðrúnartúni 8!

Að vísindaferð lokinni er förinni haldið á Hverfisgötu 33 þar sem vorkosningar og aðalfundur munu eiga sér stað. Þessi vísindaferð er því kjörið tækifæri til þess að hita upp fyrir kosningakvöld lífs ykkar!

Einnig verður heill hellingur af fljótandi veigum í boði á kosningakvöldinu, láttu þig ekki vanta!