8. Maí

SUMARPRÓFLOKAPARTY ANIMU 2021

Birt þann 8. Maí. 2021 - Finnbogi Jónsson

Það er komið að því! Upp með dósir, niður með bækur! Bless Oddi, hæ hamingja og sólbruni. Próflokaparty Animu verður haldið í Vivaldi salnum í Gróttu (íþróttamiðstöð seltjarnarnes). Í boði verður myndakassi, kareoke og Animuhjólið gamla góða. Auk þess að hafa ýmsa leiki af öllum gerðum að sjálfsögðu (beer pong, flip cup o.s.frv.). Veislan hefst föstudaginn 14. maí kl 20:00, og heldur áfram til 03:00. Fagnið þessum áfanga ásamt SUMRINU með okkur!

Skráning hefst tímalega miðvikudaginn 12. maí kl 12:00, fyrstur kemur fyrstur fær svo ekki drolla takk.

15. Mar

Pílukvöld Animu!

Birt þann 15. Mar. 2021 - Ari Alexander Fernandes

Á föstudaginn verður svaka fjör því Anima ætlar að halda pílumót!

Spilum pílu milli 20-23 hjá Bullseye (Snorrabraut 37). Pílan kostar 2000kr en geta allir Animulingar mætt og haft það huggulegt í hópi góðra vina. Fyrsti bjórinn er í boði Animu en svo fáum við boltaverð á bjórnum.

Mælum með að fá ykkur að borða og koma síðan samferða <3

8. Mar

Utanbæjarferð Animu!

Birt þann 8. Mar. 2021 - Ari Alexander Fernandes

ATH: Þeir sem voru skráðir í skíðaferðina þurfa EKKI að skrá sig núna :)

Kitlar þig í djammkirtlana? Langar þig gott djamm með góðu fólki? Kannski í félagsheimili út á landi? Kannski yfir nótt? Þá er þér velkomið að mæta í Utanbæjarferð Animu 2021! 🥰🥳🤩😘🤪😇😎😂 Förinni er heitið í félagsheimilið Lyngbrekku, 10 mín frá Borgarnesi, u.þ.b. klukkustund frá Reykjavík. Takmarkað magn af Tuborg Grön í boð🍺 Pizzaveisla um kvöldið🍕(þið reddið öðrum mat) Drykkuleikir, skemmtanir og almennt fjör!🥳 Mæta með dýnur og svefnpoka/sæng ef þið gistið😴 Sameinið í bíla🚗 (skjal með bílum kemur síðar) Ókeypis Animulingum!

1. Mar

Hvíta Húsið Vísó!

Birt þann 1. Mar. 2021 - Ari Alexander Fernandes

📣HÖLDUM GLEÐINNI ÁFRAM📣 Á föstudaginn ætlum við í næstu vísindaferð!🥳 Að þessu sinni heimsækjum við Hvíta húsið, en ekki í bandaríkjunum! Heldur er það auglýsingarstofan í Brautarholti 8 ✨ Veitingar í fljótandi formi verða í boði ásamt góðu mönsi! Við hvetjum ykkur þó að koma með ykkar eigin drykki ef þið eruð þyrst🤤 🧃 Skráning hefst eins og vanalega á miðvikudaginn kl. 12 😉 sjáumst!

23. Feb

Losti Vísó!

Birt þann 23. Feb. 2021 - Ari Alexander Fernandes

JÆJA NÚNA ER LOKSINS LOKSINS LOKSINS KOMIÐ AÐ ÞVÍ! Fyrsta vísindaferð ársins er 26.febrúar! Veislan hefst klukkan 18:00 og klárast 20:00, það verða veitingar í boði í fljótandi formi en það má líka taka með sitt eigið. Losti er staðsettur í Borgartúni 3,